Vörugjald

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 11:45:19 (7163)

2000-05-09 11:45:19# 125. lþ. 109.28 fundur 520. mál: #A vörugjald# (fjárhæð gjalds af tilteknum vörum) frv. 103/2000, Frsm. meiri hluta VE
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 125. lþ.

[11:45]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. frá meiri hluta efh.- og viðskn. við frv. til laga um vörugjald.

Frv. þetta er fyrst og fremst margar tölur í tveimur greinum. Nefndin fjallaði um málið og sendi það til umsagnar nokkurra aðila og þær umsagnir bárust. Meðal þeirra breytinga sem lagðar eru til í frv. er að vörugjald á kakóduft og drykkjarvöruefni, sem ætluð eru til framleiðslu á kakómalti, verði hækkað úr 15 kr./kg í 60 kr./kg til samræmingar en meiri hluti nefndarinnar leggur til að þessi samræmingartala verði 50 kr./kg sem jafnar þá út skattbyrðina af þessu gjaldi á viðkomandi númer og brtt. sem nefndin gerir gengur út á þetta en í brtt. er ákveðin talnaruna sem lýsir tollskrárnúmerum sem bera þá magngjald 50 kr./kg.

Enn fremur leggur nefndin til að gildistökuákvæði frv. verði breytt til samræmis við það að nýtt vörugjaldstímabil hefst 1. júlí.