Ríkisábyrgðir

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 12:40:53 (7179)

2000-05-09 12:40:53# 125. lþ. 109.30 fundur 595. mál: #A ríkisábyrgðir# (Íbúðalánasjóður og LÍN) frv. 70/2000, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 125. lþ.

[12:40]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ríkisábyrgðargjald sem er aldrei greitt er hvergi fært, hvorki hjá þeim sem tekur á móti né hjá þeim sem hefði átt að fá, þ.e. ríkissjóði. Hér er því verið að dulbúa bætur, fela þær, þær koma ekki fram og það sést ekki hvernig kerfið er uppbyggt, það er ekki gagnsætt. Ég tel þetta mjög neikvætt einmitt vegna þess að við erum að reyna að stefna að því að gera kerfið auðsýnilegt og gagnsætt.