Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 13:06:50 (7187)

2000-05-09 13:06:50# 125. lþ. 109.32 fundur 460. mál: #A stjórn fiskveiða# (gildistími ákvæða um veiðar smábáta) frv. 93/2000, ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 125. lþ.

[13:06]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég efast ekkert um að öll þau stjórnmálaöfl sem eiga fulltrúa í þinginu muni halda fast við sína stefnu í sjávarútvegsmálum við samningaborðið. En ég vil spyrja hv. þm. Jóhann Ársælsson hvort hann telji ekki, miðað við stöðuna og miðað við það að búið er að setja niður nefnd sem á að gera tillögur um endurskoðun á fiskveiðistjórnarkerfinu, að nauðsynlegt hafi verið að vinna tíma þar sem við gerum okkur grein fyrir því að nefndin skilar engum tillögum fyrr en í fyrsta lagi næsta vetur eða næsta haust. Tillöguflutningur okkar, eins og margoft hefur komið fram, byggir náttúrlega fyrst og fremst á því að við gerum okkur grein fyrir nauðsyn þess að framlengja kerfið þannig að við höfum svigrúm til þess að vinna okkur tíma til þess að vinna að þessum tillöguflutningi.

Ég vil enn árétta að það er sjálfsagt ekkert vafamál og ég tel mig fullvissan um það að allir muni halda fram sínum tillögum til breytinga. En mér er jafnljóst að engar brtt. verða settar fram úr þessari nefnd nema menn finni málamiðlunarniðurstöðu. Það er klárt í mínum huga.