Jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 15:20:02 (7214)

2000-05-09 15:20:02# 125. lþ. 110.2 fundur 272. mál: #A jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla# (heildarlög) frv. 96/2000, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 125. lþ.

[15:20]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Frv. sem við afgreiðum er tilraun til að breyta hugarfari með lögum. Þetta er tilraun til að láta fyrirtæki gera eðlilegan hlut, þ.e. ráða hæfasta fólkið til starfa þannig að fyrirtæki græði, og meira að segja að viðlagðri refsingu.

Ég hef ekki sérstaklega mikla trú á að það takist að breyta hugarfari með lögum. Hins vegar er þetta ágætistilraun og ég styð frv. sem slíkt.