Verkaskipting hins opinbera og einkaaðila

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 20:50:15 (7251)

2000-05-09 20:50:15# 125. lþ. 110.40 fundur 8. mál: #A verkaskipting hins opinbera og einkaaðila# þál. 21/125, Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 125. lþ.

[20:50]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um till. til þál. um skipan nefndar um verkaskiptingu hins opinbera og einkaaðila.

Nefndin sendi tillöguna til umsagnar og fjallaði um hana.

Nefndin leggur til breytingu á tillögugreininni. Leggur hún til að umræddri nefnd verði falið að gera samanburð milli landa á þróun og reynslu af breytingum í tengslum við einkavæðingu og einkaframkvæmd og vísar þar sérstaklega til reynslu þeirra sem gengið hafa lengst einkavæðingu, eins og Bretlands og Nýja-Sjálands. Tillögugreinin er svohljóðandi, með leyfi forseta:

,,Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd, sem í verði m.a. fulltrúar allra þingflokka, sem geri samanburð á þróun og reynslu af breytingum í tengslum við einkavæðingu og einkaframkvæmd og fjalli um framtíðarkosti í þeim efnum.``

Með samanburði er átt við samanburð á milli landa, en það mætti kannski hugsanlega skilja tillögugreinina öðruvísi.

Undir þetta nefndarálit rita allir hv. nefndarmenn.