Tollalög

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 20:54:34 (7253)

2000-05-09 20:54:34# 125. lþ. 110.41 fundur 196. mál: #A tollalög# (aðaltollhafnir) frv. 87/2000, Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 125. lþ.

[20:54]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um breyting á tollalögum sem felst í því að Höfn í Hornafirði og Þorlákshöfn bætist í hóp aðaltollhafna. Þetta mál er búið að vera mikið baráttumál ákveðinna þingmanna á undanförnum þingum og það er mér mikil ánægja að geta nú mælt fyrir því að þetta baráttumál þessara ágætu þingmanna nái nú loks fram að ganga.

Undir þetta nefndarálit ritar gjörvöll efh.- og viðskn.