Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 21:19:56 (7259)

2000-05-09 21:19:56# 125. lþ. 110.31 fundur 553. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (sauðfjárafurðir) frv. 88/2000, Frsm. 1. minni hluta EMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 125. lþ.

[21:19]

Frsm. 1. minni hluta landbn. (Einar Már Sigurðarson) (andsvar):

Herra forseti. Vissulega er það rétt hjá hv. þm. Hjálmari Jónssyni að fjárlagasamþykktin er auðvitað hin endanlega varðandi fjármunina. Hins vegar liggur ljóst fyrir að samningurinn er bundinn við það að við hann sé staðið og hann væri þá settur í uppnám ef ekki væri staðið við það sem í honum felst. Þess vegna er það ítrekað að framkvæmdin og upphafið er að sjálfsögðu á ábyrgð þeirra sem að samningnum stóðu, og þarf í raun ekki að koma á óvart að það er ríkisstjórnarmeirihlutinn sem fer með framkvæmdarvaldið og ber þar af leiðandi ábyrgð á því að við samninginn verði staðið.