Álagning gjalda á vörur

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 22:03:00 (7268)

2000-05-09 22:03:00# 125. lþ. 110.25 fundur 500. mál: #A álagning gjalda á vörur# (breyting ýmissa gjalda) frv. 104/2000, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 125. lþ.

[22:03]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Með þessari brtt. er reynt að koma í veg fyrir að ríkissjóður verði af áfengisgjaldi. Samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar og stjórnarmeirihlutans er gert ráð fyrir því að áfengisgjald á fríhafnir og frísvæði verði afnumið. Hér er um að ræða tekjupóst upp á 170--200 millj. kr. frá fríhöfninni í Keflavík einni.

Í ljósi þess að fyrir Alþingi liggur frv. til laga um að gera fríhöfnina að hlutafélagi með það í huga að koma henni á markað þá er þetta harla undarleg ráðstöfun. Þessi tillaga gengur út á að reyna að hafa vit fyrir ríkisstjórninni í þessu efni.