Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 23:40:18 (7294)

2000-05-09 23:40:18# 125. lþ. 111.16 fundur 553. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (sauðfjárafurðir) frv. 88/2000, Frsm. meiri hluta HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 111. fundur, 125. lþ.

[23:40]

Frsm. meiri hluta landbn. (Hjálmar Jónsson) (andsvar):

Herra forseti. Komið hefur fram að stuðningurinn hækkar miðað við innanlandsneysluna úr u.þ.b. 50% í 57%. Þar að auki eru þau 7.500 ærgildi umfram það sem er í samningnum þar sem verið er að spila út til viðbótar til að auðvelda hinum dreifðustu byggðum þar sem sauðfjárræktin er hvað mikilvægust fyrir byggðina. Þessu er veitt þangað aukreitis fyrir utan samninginn. Ég bendi bara á að verið er að gera betur þrátt fyrir allt en var í samningi ríkis og bænda.