MBA-nám við Háskóla Íslands

Miðvikudaginn 10. maí 2000, kl. 10:47:27 (7344)

2000-05-10 10:47:27# 125. lþ. 112.91 fundur 512#B MBA-nám við Háskóla Íslands# (aths. um störf þingsins), samgrh.
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 125. lþ.

[10:47]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson):

Herra forseti. Vegna þeirrar umræðu sem hefur orðið er nauðsynlegt að árétta og minna á að samkvæmt lögum um háskólann er Háskóli Íslands sjálfstæð stofnun og með nýjustu lögunum, sem um hann gilda, var sjálfstæði hans aukið. Samkvæmt lögum háskólans er það háskólaráð sem setur reglur um prófgráður. Nauðsynlegt er að rifja þetta allt saman upp vegna þeirrar umræðu sem hér hefur orðið.

En í lokin vil ég undirstrika og árétta það sem ég sagði í upphafi og fyrr að tillögur liggja ekki fyrir, menntmrn. hefur ekki verið gerð grein fyrir hvaða tillögur háskólinn mun gera. Þegar þær liggja fyrir mun ráðuneytið taka afstöðu til málsins.