Þjóðlendur

Miðvikudaginn 10. maí 2000, kl. 10:50:01 (7346)

2000-05-10 10:50:01# 125. lþ. 112.1 fundur 321. mál: #A þjóðlendur# (kostnaður af hagsmunagæslu, málsmeðferð) frv. 65/2000, fjmrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 125. lþ.

[10:50]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Það er með ólíkindum hvað hv. þm. Jóni Bjarnasyni gengur erfiðlega að átta sig á um hvað störf fjmrn. snúast í þessu efni og þeirrar nefndar eða þess vinnuhóps sem ég hef kallað mér til aðstoðar í málinu. Hér er lagt til í brtt. að nefnd sú sem ráðherra hefur haft sér til aðstoðar í þessu máli verði leyst frá störfum. Hvaða nefnd er það sem hefur verið skipuð með lögum í þjóðlendumálinu sem á leysa hér frá störfum? Hvers lags fáránleiki er þetta eiginlega og skrípaleikur af hálfu þingmannsins? Gerir hann sér ekki grein fyrir því að hér er bara um að ræða að fjmrh. er að vinna að framkvæmd laga í samræmi við gildandi lagaákvæði? Það er engin lögskipuð nefnd um þetta mál að störfum, heldur eingöngu nokkrir menn sem ég hef fengið mér til ráðgjafar í þessu máli. Er það tillaga þingmannsins að þeim verði vikið úr starfi í fjmrn. t.d.? Þetta er fáránleg tillaga og ég segi nei.