Kosningar til Alþingis

Miðvikudaginn 10. maí 2000, kl. 11:27:14 (7360)

2000-05-10 11:27:14# 125. lþ. 112.9 fundur 522. mál: #A kosningar til Alþingis# (heildarlög) frv. 24/2000, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 125. lþ.

[11:27]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Þessi brtt. um öðruvísi kjördæmamörk sem ég flyt á þskj. 1328 er að sjálfsögðu ekki án galla en hún er mun betri að mínu mati en sú útgáfa sem frv. hefur að geyma. Hér verða ekki til landfræðilega jafnstór og ósamstæð kjördæmi. Norðlendingafjórðungi er ekki skipt með kjördæmamörkum eins og nú stendur til samkvæmt frv. Síðast en ekki síst og kannski það sem mestu varðar er sveitarfélaginu Reykjavík ekki skipt samkvæmt þessari tillögu heldur er það eitt kjördæmi. Þessi tillaga rúmast innan ramma stjórnarskrárbreytinganna frá liðnu vori. Hún varðveitir markmið um jöfnuð milli flokka og felur ekki í sér meira misvægi atkvæða en stefnt er að samkvæmt frv. Herra forseti. Ég tel því tvímælalaust til bóta að gera þessa breytingu á.