Kosningar til Alþingis

Miðvikudaginn 10. maí 2000, kl. 11:30:06 (7363)

2000-05-10 11:30:06# 125. lþ. 112.9 fundur 522. mál: #A kosningar til Alþingis# (heildarlög) frv. 24/2000, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 125. lþ.

[11:30]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Hér eru að koma til atkvæða ákvæði 7. gr. frv. og í þeim felst sú kjördæmaskipan sem við höfum gagnrýnt mjög harðlega og teljum alls ekki til bóta frá því ástandi sem nú er. Þarna er m.a. tölul. 5 og 6 þar sem Reykjavík er skipt í tvö kjördæmi og önnur ákvæði sem þessu tengjast. Nú er hins vegar staðan sú að búið er að samþykkja stjórnarskrárbreytingu og það verður að laga kosningalög landsins að þeirri breytingu. Brtt. okkar um öðruvísi kjördæmamörk hefur verið felld og með vísan til þessa og þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu okkar við þessar breytingar sitjum við hjá við þetta ákvæði frv.