Kosningar til Alþingis

Miðvikudaginn 10. maí 2000, kl. 11:34:42 (7365)

2000-05-10 11:34:42# 125. lþ. 112.9 fundur 522. mál: #A kosningar til Alþingis# (heildarlög) frv. 24/2000, EKG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 125. lþ.

[11:34]

Einar K. Guðfinnsson:

Virðulegi forseti. Gerð er tillaga um að ganga til móts við það fólk sem getur ekki greitt atkvæði á kjörstað vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar. Þetta er í samræmi við þann anda sem birtist í frv. sem ég flutti ásamt tveimur öðrum hv. þm. Ég tel hins vegar að hér sé í raun og veru ekki gengið nægilega langt og vek athygli á því að fólk sem veikist eftir klukkan sextán á þriðjudegi, konur sem taka léttasótt eftir klukkan sextán á þriðjudegi eða fólk sem af einhverjum öðrum ástæðum getur ekki farið á kjörstað, verður af því að geta nýtt kosningarrétt sinn. Með öðrum orðum er gengið of skammt að mínu mati. Hins vegar er hér gengið í rétta átt og því segi ég já.