Atvinnuréttindi skipstjórnarmanna

Miðvikudaginn 10. maí 2000, kl. 12:05:16 (7374)

2000-05-10 12:05:16# 125. lþ. 113.3 fundur 619. mál: #A atvinnuréttindi skipstjórnarmanna# frv., HBl (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 125. lþ.

[12:05]

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Þetta er sjálfsögð breyting. Við vitum vel að ýmsir skipstjórar á landróðrarbátum hafa lent í vandræðum á undanförnum árum og hafa orðið að biðja um undanþágur æ ofan í æ á þessum litlu bátum. Þetta hefur komið mismunandi niður eftir því hvernig róið hefur verið eftir landshlutum og þar fram eftir götum. Þetta er sjálfsögð breyting og spurning hvort ekki sé rétt að ganga lengra.