Geysissvæðið í Biskupstungum

Miðvikudaginn 10. maí 2000, kl. 13:26:38 (7410)

2000-05-10 13:26:38# 125. lþ. 114.10 fundur 478. mál: #A Geysissvæðið í Biskupstungum# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., KPál
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 125. lþ.

[13:26]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda Ísólfi Gylfa Pálmasyni fyrir þessa fsp. sem er mjög áhugaverð. Ég get tekið undir það með hæstv. umhvrh. að það verður að rannsaka mjög vel hvernig Geysir verði settur af stað að nýju. Auðvitað er nauðsynlegt að viðhalda Strokki ekki síður en ímynd Geysis.

Ég tek undir það að mjög nauðsynlegt er að heildaryfirsýn sé yfir svæðið í kringum Geysi og það verði byggt upp með sóma. Ég efast ekki um að það fólk sem þarna hefur byggt upp ferðaþjónustu sé að gera sitt allra besta. Ég minni á að það hefur tekist afskaplega vel við uppbyggingu Bláa lónsins. Þar hefur verið reynt að byggja svæðið þannig að það auki ferðamennskuna. Fólk stoppar fremur sé virkilega fallega frá öllum hlutum gengið í kringum svona perlur. Geysir er ein af okkar allra merkilegustu náttúruperlum og því er mikilvægt að vel sé að öllu staðið.