Notkun íslenskra veðurhugtaka

Miðvikudaginn 10. maí 2000, kl. 13:56:08 (7423)

2000-05-10 13:56:08# 125. lþ. 114.12 fundur 615. mál: #A notkun íslenskra veðurhugtaka# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., MF
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 125. lþ.

[13:56]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Vissulega er dálítið sérstakt þegar Alþingi greiddi atkvæði um notkun á íslenskum hugtökum. En veðurlýsingar eða þau hugtök sem notuð eru í veðurlýsingu hafa líka ákveðna sérstöðu. Þó könnun Gallup hafi sýnt að stærsti hluti Íslendinga þekki ekki þessi gömlu veðurhugtök eru það ekki rök fyrir því að þau eigi að falla út. Þvert á móti. Það á að viðhalda þeim. Mér sýnist eftir svör hæstv. ráðherra að við höfum ekki önnur ráð en þau að beina þeirri eindregnu bón til þeirra sem fara með veðurlýsingu hverju sinni að þeir noti þessi gömlu hugtök. Veðurlýsing skiptir miklu máli fyrir stóran hluta þjóðarinnar. Frá þeim stað sem ég kem er það alveg klárlega þannig að það eru a.m.k. 80% sem vita nákvæmlega hvað þessi hugtök þýða en eru nú þessa dagana að reyna að venja sig við að fá tilfinningu fyrir því hvað metrar á sekúndu eru, og það er ekki verið að samræma þetta alþjóðlegum stöðlum vegna þess að það er afar misjafnt hvernig farið er með.