Afgreiðsla vegáætlunar

Fimmtudaginn 11. maí 2000, kl. 10:40:50 (7491)

2000-05-11 10:40:50# 125. lþ. 116.92 fundur 527#B afgreiðsla vegáætlunar# (aths. um störf þingsins), LB
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 125. lþ.

[10:40]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Brtt. voru kynntar í samgn. í gær kl. 4.30 sem er kannski dálítið sérstakt því á vinnuáætlun þingsins var ætlunin að ljúka þingstörfum í dag. Kjarni þessa máls er þó kannski sá að hér er lagt til að bætt verði inn í vegáætlun 9--10 milljörðum og ætlunin er að fjármagna það að stórum hluta með sérstakri fjáröflun, þ.e. upp á rúmlega 8 milljarða. Við þingmenn eigum að afgreiða þetta, virðulegi forseti, á tæpum sólarhring ef vinnuáætlun á að standast án þess að ræða þetta nokkurn skapaðan hlut. Þetta var kynnt samgn. á fundi kl. 4.30 í gær og hefur ekki verið rætt neitt frekar.

Vegna orða hv. þm. Sigríðar Önnu Þórðardóttur vil ég taka það fram að ég ásamt hv. þm. Jóni Bjarnasyni er með fyrirvara á nál. svo það liggi fyrir.