Varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna

Fimmtudaginn 11. maí 2000, kl. 12:25:17 (7512)

2000-05-11 12:25:17# 125. lþ. 116.1 fundur 405. mál: #A varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna# frv. 82/2000, GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 125. lþ.

[12:25]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Aðeins vegna þess sem hæstv. utanrrh. kom áðan inn á, þ.e. að þetta væri hrein sýndartillaga. Ég hlýt þá að spyrja: Voru þá þau rök hrein sýndarmennska sem íslenska ríkið byggði málflutning sinn á þegar það endurnýjaði samninginn 1986? Er þessi texti þá bara sýndarmennska, með leyfi forseta:

,,Smæð íslensks markaðar gerði það að verkum að flutningar fyrir varnarliðið væru lykilatriði fyrir öfluga innlenda skipaútgerð sem gæti þjónað efnahags- og öryggishagsmunum þjóðarinnar á hættu- og neyðartímum. Við slíkar aðstæður væri Íslendingum lífsnauðsyn að hafa öflugan skipakost ...``

Hæstv. utanrrh. Er þetta sýndarmennska? Er þetta bara eitthvað í plati? Ef þetta er hrein sýndarmennska þá skal ég taka draga tillöguna til baka.