Lífsýnasöfn

Fimmtudaginn 11. maí 2000, kl. 13:08:40 (7522)

2000-05-11 13:08:40# 125. lþ. 116.10 fundur 534. mál: #A lífsýnasöfn# frv. 110/2000, Frsm. JBjart (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 125. lþ.

[13:08]

Frsm. heilbr.- og trn. (Jónína Bjartmarz) (andsvar):

Herra forseti. Í stuttu máli tel ég rétt, og ég hef greinilega ekki kveðið nógu skýrt að í máli mínu áðan, að svara spurningu hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar játandi. Mig langar að benda hv. þm. á breytingar á 7. gr. um söfnun, meðferð og aðgang að lífsýnum og á ákvæðin sem þar eru þar sem fjallað er um afturköllun og þann greinarmun sem gerður er á afturköllunarákvæðunum þegar annars vegar er um að ræða lífsýni sem safnað er í þágu þjónusturannsókna og hins vegar þeirra sem safnað er í þágu vísindarannsókna.