Lyfjalög og almannatryggingar

Föstudaginn 12. maí 2000, kl. 10:50:04 (7536)

2000-05-12 10:50:04# 125. lþ. 117.3 fundur 401. mál: #A lyfjalög og almannatryggingar# (Lyfjamálastofnun o.fl.) frv. 108/2000, HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 125. lþ.

[10:50]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það er komið fram sem skiptir máli. Hv. þm. lítur svo á að sem þingmaður Reykvíkinga beri henni að gæta þess að störf verði ekki flutt út á land. Það er ágætt að þetta komi fram. Þessi hv. þm. er einn af áhrifamestu þingmönnum Samfylkingarinnar. Ég hef orðið var við að hún er talsmaður Samfylkingarinnar í mörgum málum. Ég hef líka orðið var við að þingmenn Samfylkingarinnar hlusta mjög mikið á það sem þessi hv. þm. segir. Þess vegna er mjög þarft og gott að þetta sjónarmið þingmannsins komi fram að það er sérstakt hlutverk þingmanna Samfylkingarinnar í Reykjavík að passa upp á að störf flytjist ekki út á land.

Ég vil svo bara til gamans og þingmanninum til upplýsingar benda á að í Búðardal er bæði dýralæknir og héraðslæknir.