Afbrigði

Föstudaginn 12. maí 2000, kl. 13:44:25 (7563)

2000-05-12 13:44:25# 125. lþ. 117.94 fundur 534#B afbrigði# (afbrigði við dagskrá), ÁRJ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 125. lþ.

[13:44]

Ásta R. Jóhannesdóttir (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég lít á það að setja þetta þingmál á dagskrá og óska eftir afbrigðum til þess sem vilja forseta og þingsins til að ræða kjaramál. Hér fyrir þinginu liggja 90 þingmál sem ekki hafa fengist rædd og þar af er eitt sem varðar mjög kjör aldraðra og öryrkja. Það er þingmál sem kom nógu snemma fram og fékkst ekki rætt. Ég lít því svo á að ef vilji er í þinginu til þess að ræða kjaramál einhverra ættum við einnig að taka á dagskrá mál eins og þingmál mitt og þingmanna Samfylkingarinnar um breytingu á almannatryggingum sem felst í afnámi tekjutengingar við tekjur maka. Það er þingmál 572 og tel ég mjög mikilvægt að málefni og kjör þessa hóps verði rædd hér og ég er sannfærð um að það er vilji fyrir því úti í samfélaginu að kjör þessa fólks verði bætt.