Afbrigði

Föstudaginn 12. maí 2000, kl. 13:48:45 (7566)

2000-05-12 13:48:45# 125. lþ. 117.94 fundur 534#B afbrigði# (afbrigði við dagskrá), LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 125. lþ.

[13:48]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Það er ekki algengt að menn greiði atkvæði gegn því að mál komist á dagskrá með afbrigðum en ég held að í þessu tilviki verði ekki hjá því komist, a.m.k. hvað mig varðar.

Hér er verið að fjalla um samskipti löggjafarvaldsins og forsetans og verið er að taka löggjöf hans á dagskrá með þeim hætti að lítill sómi er að og ég held að sé nánast skömm fyrir þingið. Þetta er ástand sem hefur ríkt í 56 ár en nú er verið að taka þetta á dagskrá rétt áður en þingi er slitið og á jafnvel að keyra þetta í gegn. Þetta er, virðulegur forseti, eins og lélegur brandari í samkvæmi sem er að ljúka --- það þurfti að segja einn lítinn brandara áður en þingi væri slitið.

Virðulegi forseti. Það er mikill ósómi að þessu.