Varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna

Föstudaginn 12. maí 2000, kl. 13:54:11 (7569)

2000-05-12 13:54:11# 125. lþ. 117.1 fundur 405. mál: #A varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna# frv. 82/2000, GHall (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 125. lþ.

[13:54]

Guðmundur Hallvarðsson:

Herra forseti. Þessi brtt. er í anda greinargerðar fyrrum ríkisstjórnar sem setti það að meginmarkmiði í lögum 1986 þegar samningur var gerður milli Bandaríkjanna og Íslands að megintilgangur þessara laga væri sá að efla íslenskan kaupskipaflota. Ég er aðeins að skerpa á því, virðulegi forseti, og vænti þess að þingheimur taki undir til þess að efla íslenskan kaupskipaflota, ekki veitir okkur af.