Varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna

Föstudaginn 12. maí 2000, kl. 13:54:52 (7570)

2000-05-12 13:54:52# 125. lþ. 117.1 fundur 405. mál: #A varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna# frv. 82/2000, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 125. lþ.

[13:54]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Eins og fram kom studdum við tillögu hv. þm. Sverris Hermannssonar um að vísa málinu í heild sinni til ríkisstjórnarinnar en sitjum að öðru leyti hjá við frv. með einni undantekningu og það er brtt. hv. þm. Guðmundar Hallvarðssonar.

Við teljum að róa beri að því öllum árum að sporna gegn þeirri óheillastefnu íslenskra skipafélaga að virða ekki íslenska kjarasamninga, jafnvel ekki lágmarkssamninga Alþjóðaflutningaverkamannasambandsins með því að koma íslenskum skipum undir erlenda fána og ráða erlendar áhafnir á samningum sem ekki eru boðlegir. Tillaga hv. þm. Guðmundar Hallvarðssonar stuðlar að því að okkar dómi að tryggja og treysta réttarstöðu íslenskra sjómanna. Við styðjum því tillöguna.