Varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna

Föstudaginn 12. maí 2000, kl. 13:58:23 (7572)

2000-05-12 13:58:23# 125. lþ. 117.1 fundur 405. mál: #A varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna# frv. 82/2000, SighB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 125. lþ.

[13:58]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Hér er um sambærilega tillögu að ræða og hafnað var í utanrmn. af meiri hluta nefndarinnar og flutt var síðan hér inn á Alþingi við 2. umr. málsins af fulltrúum Samfylkingarinnar í utanrmn. og var þar felld með atkvæðum stjórnarliða. Nú ber hæstv. utanrrh. sjálfur fram sambærilega tillögu og hann hafði áður fellt. Við munum að sjálfsögðu greiða atkvæði með henni eins og við gerðum við 2. umr. Að öðru leyti munum við láta afgreiðslu þessa máls afskiptalausa því að hér er um að ræða hagsmuni sem eru miklu minni frá sjónarmiði Íslendinga en þeir hagsmunir sem kunna að vera í húfi miðað við þann afgreiðslumáta sem hæstv. ríkisstjórn hefur valið á þessu máli.