Mat á umhverfisáhrifum

Föstudaginn 12. maí 2000, kl. 15:41:47 (7589)

2000-05-12 15:41:47# 125. lþ. 117.12 fundur 386. mál: #A mat á umhverfisáhrifum# (heildarlög) frv. 106/2000, KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 125. lþ.

[15:41]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Mér þykir gott að heyra hjá hv. þm. að hann lítur svo á að landshlutabundin skógrækt eigi að fara í mat á umhverfisáhrifum á þeirri forsendu að slík verkefni séu það stór að ákvæðið í 2. viðauka komi því til leiðar að verkefni af þessari stærðargráðu fari í mat á umhverfisáhrifum. Mér sýnist samt sem áður, herra forseti, að það væri í raun og veru í samræmi við vilja hv. þm. að setja landshlutabundna skógrækt undir 1. viðauka þar sem hún færi undantekningarlaust í mat og væri skilgreind sem slík. Ég sé orðið ekki ástæðuna fyrir því að undanþiggja landshlutabundna skógrækt 1. viðauka.

Mig langaði einnig að fá álit hv. þm. á þessu sem ég nefndi í hinni spurningunni sem ég lagði fyrir hann í fyrra andsvari mínu um það hvort hann liti svo á að Skipulagsstofnun geti hafnað framkvæmd vegna ónógra gagna eða vegna ófullnægjandi rannsókna þegar frummatsskýrsla liggur fyrir.