Lögleiðing ólympískra hnefaleika

Föstudaginn 12. maí 2000, kl. 18:22:14 (7642)

2000-05-12 18:22:14# 125. lþ. 117.10 fundur 292. mál: #A lögleiðing ólympískra hnefaleika# frv., ÁMöl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 125. lþ.

[18:22]

Ásta Möller (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég stundaði sjálf á mínum yngri árum júdó og ég lærði ákveðnar regur. Það sama á við um ólympíska hnefaleika og aðrar íþróttir sem við höfum verið að ræða um í þessu samhengi. Það gilda ákveðnar reglur. Það skiptir því máli að ná til þessa unga fólks sem vill stunda þessar íþróttir og kenna þeim þessar reglur svo það sé ekki stjórnlaust því við munum í framtíðinni ekki hafa nokkur áhrif á það annars hvernig þessi íþrótt er stunduð.

Það sem ég vildi segja áðan líka um áhrif á heilsu þá kemur fram í áliti landlæknis að enginn ágreiningur er um heilsufarslegar afleiðingar atvinnuhnefaleika. Það erum við heldur ekki að tala um. Hins vegar segir hann líka að ágreiningur sé um áhugamannahnefaleika og dregur þarna fram átta rannsóknir sem benda til þess að þar sé óveruleg slysahætta og óveruleg hætta á skaða á heilsu. Ég get ekki fengið betri sönnun.