Lögleiðing ólympískra hnefaleika

Föstudaginn 12. maí 2000, kl. 18:23:28 (7643)

2000-05-12 18:23:28# 125. lþ. 117.10 fundur 292. mál: #A lögleiðing ólympískra hnefaleika# frv., Frsm. minni hluta KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 125. lþ.

[18:23]

Frsm. minni hluta menntmn. (Kolbrún Halldórsdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Í þessu áliti landlæknis kemur fram að vísbendingar séu um að áhugamannahnefaleikar séu ekki eins skaðlegir og atvinnumannahnefaleikar. Það er alveg rétt hjá hv. ræðumanni. En það leikur á því vafi hversu hættuleg íþróttin er og það hafa ekki verið lagðar fram nægilega góðar langtímarannsóknir til þess að við getum nokkuð um þetta fullyrt. Enn spyr ég: Hver á að njóta vafans? Og enn svarar enginn.

Herra forseti. Varðandi það að kenna ungu mönnunum okkar íþrótt af því tagi sem hér um ræðir og að það sé svo mikilvægt að kenna þeim reglurnar og agann, þá segi ég, herra forseti, að mér þykir miklu mikilvægara að kenna ungu mönnunum okkar úti í samfélaginu aðrar íþróttir, göfugri og heilbrigðari.