Lögleiðing ólympískra hnefaleika

Föstudaginn 12. maí 2000, kl. 20:17:26 (7653)

2000-05-12 20:17:26# 125. lþ. 117.10 fundur 292. mál: #A lögleiðing ólympískra hnefaleika# frv., GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 125. lþ.

[20:17]

Gunnar Birgisson (andsvar):

Virðulegi forseti. Rétt til að svara þessu. Það er fullyrðing að það verði heilaskaði. Það er ekkert víst. Það er líka fullyrt að það verði heilaskaði í knattspyrnu. Það verður líka heilaskaði ef maður dettur af baki á hestbaki, þá getur líka orðið heilaskaði. Það getur líka orðið heilaskaði ef maður er að klifra í klettum og dettur niður þannig að hvar ætla menn að setja línuna?

Ég vænti þess að þeir sem eru á móti þessu komi með frv. sem banni þessar íþróttagreinar þar sem mögulegur heilaskaði getur orðið. Ætlar þingmaðurinn að gera það? Ég hugsa að menn hafi ekki kjark til þess en þeir hafa þann kjark að vera á móti þessu og segja við unga menn sem aldna á Íslandi: Þið megið ekki stunda hnefaleika. Það er bannað, það er svo hættulegt.