Samkeppnislög

Föstudaginn 12. maí 2000, kl. 23:03:32 (7671)

2000-05-12 23:03:32# 125. lþ. 117.13 fundur 488. mál: #A samkeppnislög# (samstarf fyrirtækja, markaðsráðandi staða, samruni o.fl.) frv. 107/2000, Frsm. minni hluta LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 125. lþ.

[23:03]

Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Lúðvík Bergvinsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. viðskrh. fyrir svör hennar. Ég gat ekki skilið hana öðruvísi en svo að skilningur minn á þessum ákvæðum sé réttur, þ.e. að ef um þetta 50 millj. kr. viðmið er að ræða er það svo að fyrirtækið sé einnig metið út frá móður- og dótturfyrirtækjum. Ég get ekki skilið hæstv. viðskrh. öðruvísi en svo. Á sama hátt get ég ekki skilið hæstv. viðskrh. öðruvísi en svo að þegar lýstur saman hugsanlega ákvæðum um bann við markaðsráðandi stöðu og ákvæðinu um 50 milljónirnar eða þessa svokallaða minniháttarreglu, þá sé það svo að þar gangi ákvæðið um bann við markaðsráðandi stöðu framar. Ég skil hæstv. viðskrh. með þessum hætti og þakka henni að öðru leyti fyrir svörin.