Skattfrelsi forseta Íslands

Laugardaginn 13. maí 2000, kl. 11:14:45 (7721)

2000-05-13 11:14:45# 125. lþ. 118.7 fundur 652. mál: #A skattfrelsi forseta Íslands# (breyting ýmissa laga) frv. 84/2000, ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 125. lþ.

[11:14]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir. Það er í anda Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs að laun séu sýnileg. Það er í anda Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs að allir sitji við sama borð varðandi skattamál í landinu. Að halda að þetta skapi einhverja rúllettu --- ég hef enga ástæðu til að halda það. Þetta er um launakjör forseta Íslands og Kjaradómur, kjaranefnd setur sig niður og stillir upp launum forsetans miðað við breyttar forsendur. Ég hef enga ástæðu til að halda að þau verði meiri eða minni. En þau verða sem sagt á nýjum forsendum miðað við það að forseti Íslands greiði skatta eins og annað fólk í landinu.

Kjaradómur hefur enga ástæðu til að skoða aðra embættismenn í þessu sambandi. Það er forseti Íslands, sá eini í kerfinu sem er undanþeginn sköttum og það er það mál sem er verið að skoða og það er það mál sem er verið að breyta. Það er ekki verið að breyta gagnvart neinum öðrum.