Skattfrelsi forseta Íslands

Laugardaginn 13. maí 2000, kl. 11:49:59 (7733)

2000-05-13 11:49:59# 125. lþ. 118.7 fundur 652. mál: #A skattfrelsi forseta Íslands# (breyting ýmissa laga) frv. 84/2000, Flm. PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 125. lþ.

[11:49]

Flm. (Pétur H. Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Í fyrsta lagi segir hv. þm. að Kjaradómur muni bregðast öðruvísi við í dag en þá. Er hv. þm. að segja að hann treysti ekki Kjaradómi til að ákvarða rétt um laun æðstu embættismanna þjóðarinnar?

Í öðru lagi sagði hv. þm. 19. júní 1996, örfáum dögum fyrir kosningar, að taka ætti afstöðu til þessa máls í atkvæðagreiðslu. Hvernig stendur á því að núna, 13. maí, þegar ekki einu sinni er lokið að skila inn framboði til forsetakosninga, þá er of stuttur tími til stefnu?