Skattfrelsi forseta Íslands

Laugardaginn 13. maí 2000, kl. 12:16:07 (7747)

2000-05-13 12:16:07# 125. lþ. 118.7 fundur 652. mál: #A skattfrelsi forseta Íslands# (breyting ýmissa laga) frv. 84/2000, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 125. lþ.

[12:16]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst menn vera að persónugera þessa umræðu um of. Það er mín skoðun. Hins vegar fyndist mér gott að fram færi um það rækileg umræða á Alþingi hvort sá launamunur sem er að skapast í launkerfinu sé eðlilegur. Ég tel hann vera óeðlilegan. Ég tel að hér sé að skapast ójöfnuður í landinu.

Hv. þm. spyr: Hvað er til ráða? Það var einn stjórnmálaflokkur sem efndi til mikillar samkomu fyrir nokkrum dögum og hafði ráðin. Hann sagði: Jöfnum leikina.