Skattfrelsi forseta Íslands

Laugardaginn 13. maí 2000, kl. 21:47:39 (7803)

2000-05-13 21:47:39# 125. lþ. 119.4 fundur 652. mál: #A skattfrelsi forseta Íslands# (breyting ýmissa laga) frv. 84/2000, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 125. lþ.

[21:47]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég kom bara í pontu til þess að mótmæla þeim orðum sem hér voru viðhöfð, a.m.k. hvað mig varðar sem einn flutningsmanna þessa frv., að ég væri á einhvern hátt að lítillækka forsetaembættið. Ég tel það alls ekki vera. Ég tel að það sé mjög gott mál að leitt verði í ljós hver hin raunverulegu kjör forsetaembættisins eru. Ef þau eru raunverulega 1,2--1,3 millj. þá tel ég að forsetinn sé vel að þeim kominn og vonandi verða honum úrskurðuð þau laun.