Tilkynning um fund Alþingis á Þingvöllum

Föstudaginn 30. júní 2000, kl. 14:12:41 (0)

2000-06-30 14:12:41# 125. lþ. 122.95 fundur 561#B tilkynning um fund Alþingis á Þingvöllum#, forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 125. lþ.

[14:12]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Á fundi ríkisráðs í dag var gefið út svofellt bréf:

,,Forseti Íslands gjörir kunnugt:

Að ég hefi ákveðið, samkvæmt tillögu forsætisráðherra á grundvelli 37. gr. stjórnarskrárinnar, að Alþingi skuli koma saman á Þingvöllum sunnudaginn 2. júlí 2000.

Gjört á Bessastöðum, 30. júní 2000.

Ólafur Ragnar Grímsson.

-------------------

Davíð Oddsson.

Forsetabréf um að Alþingi skuli koma saman á Þingvöllum.``