Fjárlög 2000

Þriðjudaginn 05. október 1999, kl. 15:28:58 (41)

1999-10-05 15:28:58# 125. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 125. lþ.

[15:28]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Við í fjárln. munum að sjálfsögðu fara yfir forsendur frv. Ég er tilbúinn til þess eins og við höfum alltaf gert. Kjör aldraðra og öryrkja eru sígilt verkefni í umræðu um fjárlög og hafa alltaf verið. Það sem ég vildi taka fram er að mér finnst rangt að tengja tryggingakerfið við sölu eigna, mér finnst sú hugsun ekki rökrétt. Eins og hv. 3. þm. Norðurl. e. benti á í blaðaviðtali, minnir sú hugsun á menn vestur á Ísafirði sem seldu sama hundinn um borð í skip margsinnis og hann hljóp alltaf í land aftur. Við seljum ekki eignir nema einu sinni og við notum það ekki ár eftir ár til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Það verður að byggjast á öðrum grunni. Það er það sem ég var að leiða fram en ekki að þessi mál eru auðvitað til meðferðar í fjárln., forsendur fjárlaga og þeir útgjaldaliðir sem eru í fjárlagafrv.