Fjárlög 2000

Þriðjudaginn 05. október 1999, kl. 17:35:12 (65)

1999-10-05 17:35:12# 125. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 125. lþ.

[17:35]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vil líka gjarnan að hæstv. forseti úrskurði um það ef hér eru einhverjar hömlur á viðbrögðum við ræðum manna. Hér eru talsmenn stjórnarflokkanna að ræða fjárlagafrv., tekjur þess og útgjöld, og fara vítt og breitt yfir sviðið. Ég hef vakið athygli á því að þrír sérstakir talsmenn stjórnarflokkanna eru í þessari umræðu. Það er fjmrh., það er talsmaður Framsfl. úr fjárln. og talsmaður Sjálfstfl., einnig úr fjárln. Ég er að biðja um upplýsingar sem ekki er að finna í fjárlagafrv. og það kæmi mér ákaflega á óvart ef hæstv. forseti mundi úrskurða að þessar spurningar væru úr takti við þá umræðu sem hér fer fram. Ég er búin að sitja yfir þessu og ég gæti farið yfir hvaða upplýsingar eru um þessi mál í fjárlagafrv. Það sem ég spyr um er ekki þar að finna.

Virðulegi forseti. Það væri ágætt að fá svör við þessu.

(Forseti (GuðjG): Forseti ítrekar það að andsvör eiga að beinast að ræðu síðasta hv. ræðumanns.)

Þau gerðu það.