Aðgangur að sjúkraskýrslum

Miðvikudaginn 06. október 1999, kl. 15:57:00 (130)

1999-10-06 15:57:00# 125. lþ. 4.94 fundur 35#B aðgangur að sjúkraskýrslum# (umræður utan dagskrár), KF
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 125. lþ.

[15:57]

Katrín Fjeldsted:

Herra forseti. Það vakti furðu mína eins og margra annarra að heyra þær fréttir nýverið að tölvunefnd hefði heimilað utanaðkomandi aðilum að skoða 30 sjúkraskár á Sjúkrahúsi Reykjavíkur án þess að fyrir lægi samþykki þeirra sjúklinga sem í hlut ættu eða þá lækna spítalans sem hafa skráð þessar sjúkraskrár sem trúnaðarmál og sérstaklega þegar í ljós kom að skýrslur þeirra þúsunda sem sagt hafa sig frá gagnagrunninum áttu ekki að vera undanskildar þessari skoðun.

Landlæknir hefur komið með ábendingar þess efnis að ná megi markmiðum tölvunefndar á annan hátt og ég treysti því að yfirvöld og tölvunefnd fari að ráðum hans í þessu mikilvæga máli.