Kjör einstæðra foreldra

Fimmtudaginn 07. október 1999, kl. 14:16:49 (193)

1999-10-07 14:16:49# 125. lþ. 5.2 fundur 19. mál: #A kjör einstæðra foreldra# beiðni um skýrslu frá félmrh., JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 125. lþ.

[14:16]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Ég fagna því að að hæstv. ráðherra muni fljótlega leggja fyrir þingið þessa skýrslu, skýrslubeiðni, sem var að vísu lögð fram á síðasta þingi og endurvakin núna, en mér finnst miður að hæstv. ráðherra sé að telja eftir krónurnar í að gera skýrslu til að við fáum einhverja mynd af stöðu þeirra sem verst eru staddir í þjóðfélaginu sem eru einstæðir foreldrar. Vel má vera að þessi skýrslubeiðni ásamt fleirum sem fluttar eru hér séu umfangsmiklar en þá verða ráðuneytin bara að gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun sinni að það sé til fjármagn til þess að svara skýrslubeiðnum sem koma frá þinginu. Það finnst mér vera lágmark.