1999-10-07 14:19:52# 125. lþ. 5.3 fundur 20. mál: #A úttekt á stjórnunar- og eignatengslum milli fyrirtækja á íslenskum markaði# beiðni um skýrslu frá viðskrh., viðskrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 125. lþ.

[14:19]

Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson):

Herra forseti. Ég fagna því sérstaklega að beiðni um slíka skýrslu skuli borin fram. Ég vonast til þess að ráðuneytið hafi fjármuni til þess að setja í það að vinna slíka skýrslu en af því að ég veit að hv. þm. Sighvatur Björgvinsson veit hvaða vinna liggur að baki skýrslugerð sem þessari treysti ég mér ekki til þess að vera tilbúinn með hana innan þeirra tímamarka sem þingsköpin gera ráð fyrir. Það er sú athugasemd sem ég vil gera vegna þess að mikið hefur verið unnið að málinu en skýrsluna á að endurnýja og uppfæra frá því sem áður var. Það mun kosta nokkra fjármuni en sérstaklega taka mjög langan tíma og það er vandamálið. Ég bið menn því um að virða mér það til vorkunnar að skýrslan verði ekki tilbúin akkúrat á þeim tíma sem þingsköp gera ráð fyrir.