Mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar

Fimmtudaginn 07. október 1999, kl. 15:01:48 (208)

1999-10-07 15:01:48# 125. lþ. 5.12 fundur 7. mál: #A mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar# þál., SighB (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 125. lþ.

[15:01]

Sighvatur Björgvinsson (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er lykilatriði í umræðu um þetta mál þegar lögð er fram tillaga um tiltekinn feril að menn viti hvað vakir fyrir tillöguhöfundum. Ég spurðist fyrir um það áðan og fékk afdráttarlaust svar, já, við því að tillöguhöfundar mundu virða niðurstöðuna. Í seinna svari hv. frsm. var það ekki alveg ljóst þannig að ég vil biðja virðulegan forseta um það hvort ekki væri möguleiki á því að fá útskrift af þessum ummælum hið snarasta svo hægt sé að átta sig á hvað hv. þm. á raunverulega við, svo hægt sé að halda áfram með eðlilega umræðu um málið. Ég ætla ekki að fara fram á að umræðunni sé frestað, síður en svo, en ég fer fram á það við virðulegan forseta að útskrift af þessum ummælum, báðum tveimur, verði gefin sem allra allra fyrst þannig að þingmenn geti séð það undir umræðunni.