Mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar

Fimmtudaginn 07. október 1999, kl. 15:19:22 (215)

1999-10-07 15:19:22# 125. lþ. 5.12 fundur 7. mál: #A mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar# þál., KF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 125. lþ.

[15:19]

Katrín Fjeldsted (andsvar):

Herra forseti. Þetta undirstrikar það sem ég var að segja áðan. Nú erum við báðar nýjar á þingi, Kolbrún Halldórsdóttir og ég og hvorug okkar var hér þegar þetta var í meðförum þingsins. En mér finnst einmitt mjög merkilegt, að menn skuli telja að bráðabirgðaákvæði II nái yfir jafnstóra framkvæmd og Fljótsdalsvirkjun er. Mín niðurstaða er að það er mjög hæpið, það komi hvergi fram í umræðum, það komi hvergi fram í umfjöllun umhvn., í umsögnum né neinum þeim gögnum sem hægt er að finna frá þessum tíma. Það kemur mér verulega á óvart og ég dreg í efa að það standist að svona stór framkvæmd geti fólgist í þessari sakleysislegu bráðabirgðainnskotslínu í lögunum.