Mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar

Fimmtudaginn 07. október 1999, kl. 15:42:06 (222)

1999-10-07 15:42:06# 125. lþ. 5.12 fundur 7. mál: #A mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar# þál., SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 125. lþ.

[15:42]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get tekið undir svo til hvert einasta orð sem hv. þm. sagði og legg áherslu á það, sem er kjarni málsins og kom fram hjá hv. þm. og er nákvæmlega laukrétt, að forsenda þess að sátt geti náðst um þetta mál er að virkjunin fari í lögformlegt umhverfismat. Það er kjarni málsins. Eins og hv. þm. sagði, þá er kjarninn sá til að sátt geti náðst um málið að menn uni við þá niðurstöðu, og undir það tek ég.