Mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar

Fimmtudaginn 07. október 1999, kl. 15:58:16 (227)

1999-10-07 15:58:16# 125. lþ. 5.12 fundur 7. mál: #A mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar# þál., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 125. lþ.

[15:58]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Það er ekki heil brú í þessum málflutningi. Hv. þm. er á móti því eins og hann ítrekar hér að Eyjabökkum verði sökkt. Þá hlýtur hann að vera á móti þeirri framkvæmd sem veldur því að þeim kann að verða sökkt. Nei, hann er það ekki. Hann lýsti því yfir í lok ræðu sinnar að hann er í rauninni með Fljótsdalsvirkjun. Það var það sem hann sagði í lokin. Þetta stangast allt saman á. Það sem hér liggur fyrir er auðvitað að hér er einn hv. þm. sem er bæði að reyna að vinna sér hylli kjósenda og að halda skjóli og hita hjá hæstv. ríkisstjórn og það er okkur ekki til framdráttar að haga málflutningi okkar með þessum hætti.