Mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar

Fimmtudaginn 07. október 1999, kl. 16:12:15 (236)

1999-10-07 16:12:15# 125. lþ. 5.12 fundur 7. mál: #A mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar# þál., KF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 125. lþ.

[16:12]

Katrín Fjeldsted (andsvar):

Herra forseti. Við hv. síðasti ræðumaður túlkum greinilega ekki eins hvað það táknar að ekki sé minnst á virkjanir í umræðum og umfjöllun þingsins á árunum 1992 og 1993. Ég túlka það skýrt svo og það er alveg ljóst í mínum huga að menn töldu sig ekki vera að fjalla um svona stórar framkvæmdir. Ég hlýt að túlka það þannig.

Ég ítreka að menn eru að fara út í óvinafögnuð gagnvart almenningi í landinu sem hefur mjög skýrar skoðanir á þessu máli. Meira að segja 50% Héraðsbúa eru mótfallnir þessum framkvæmdum og samt duga þessar framkvæmdir ekki fyrir fyrsta áfanga álvers við Reyðarfjörð. Bara að menn hafi þetta í huga. Það dugar ekki fyrir fyrsta fjórðungi framkvæmdarinnar, sem er fyrsti áfanginn.