Mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar

Fimmtudaginn 07. október 1999, kl. 16:21:19 (239)

1999-10-07 16:21:19# 125. lþ. 5.12 fundur 7. mál: #A mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar# þál., SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 125. lþ.

[16:21]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Ögmundi Jónassyni fyrir mjög afdráttarlausa og skýra ræðu. Það kom fram hjá honum að hann er á móti virkjunarframkvæmdum í Fljótsdalsvirkjum gersamlega án tillits til þess hver verður niðurstaða umhverfismats.

Ég hef fengið í hendurnar útskrift af því sem sagt var hér áðan. Þar sagði Kolbrún Halldórsdóttir, með leyfi forseta, um þetta sama mál:

,,Ég sagði einungis það að ég mundi lúta því mati, þeirri niðurstöðu sem skipulagsstjóri og ráðuneyti umhvrh. komast að. Þetta lögformlega mat eru leikreglur sem við höfum komið okkur saman um. Ég mundi segja þegar þetta mat væri á borðinu: Þetta er niðurstaða málsins.``

Þetta er ekki nákvæmlega sama niðurstaða sem þessir tveir hv. þm. komust að, en ég ítreka það að niðurstaða og afstaða hv. þm. Ögmundar Jónassonar er mjög skýr og mjög ótvíræð. Það er auðvitað nauðsynlegt að afstaða manna komi jafnskýrt fram og kom fram hjá honum, hv. þm.