Mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar

Fimmtudaginn 07. október 1999, kl. 17:03:20 (249)

1999-10-07 17:03:20# 125. lþ. 5.12 fundur 7. mál: #A mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar# þál., utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 125. lþ.

[17:03]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon hefur verið í ríkisstjórn. Hann hefur verið landbrh., hann hefur verið samgrh. Ætli honum sé ekki ljóst að til þess að ná málum fram bæði í ríkisstjórn og annars staðar þurfa menn að hafa eina stefnu. Hafði hann allt aðra stefnu sem landbrh. en ríkisstjórnin að öðru leyti? Hafði hann einhverja allt aðra stefnu sem samgrh. en ríkisstjórnin að öðru leyti? Hvers konar bull er þetta?

Auðvitað á hæstv. umhvrh. að (SJS: Hlýða forsrh.?) gæta umhverfisins. En hæstv. umhvrh. á hverjum tíma þarf jafnframt að taka tillit til annarra sjónarmiða. Það veit hv. þm. Össur Skarphéðinsson sem hér er. Þannig vinna menn í ríkisstjórnum. Menn vinna ekki þannig að einn ráðherra geri eitt og annar allt annað. Það mál vel vera að það séu vinnubrögð sem hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon vill taka upp en innra með sér veit hann að það gengur ekki. Hann er því að tala gegn betri vitund.