Mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar

Fimmtudaginn 07. október 1999, kl. 17:13:46 (257)

1999-10-07 17:13:46# 125. lþ. 5.12 fundur 7. mál: #A mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar# þál., utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 125. lþ.

[17:13]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Össur Skarphéðinsson hefur sannarlega lent í mikilli kreppu. Ég man eftir því að þegar hugmyndir voru uppi um að byggja álver á Keilisnesi þá gerðu menn ráð fyrir Fljótsdalsvirkjun í því sambandi. Það kom skýrt fram og þáv. ríkisstjórn gekk svo langt að taka áætlanirnar inn í þjóðhagsáætlun. Spárnar fyrir næsta ár byggðu á því að álver á Keilisnesi yrði að veruleika með tilheyrandi virkjunum í Fljótsdal, með línunni yfir hálendið. Ég botna bara ekkert í því hvernig þingmaðurinn getur haldið að menn hafi fyrst og fremst hugsað um að virkja Jökulsá á Fjöllum. (ÖS: 1993 var þetta algerlega búið.) Það var ekkert búið. Er hv. þm. að segja að jafnduglegur og atorkusamur iðnrh. sem þá var, Jón Sigurðsson, hafi verið uppgefinn í þessu máli? (ÖS: Já ...) Það kemur mér afar mikið á óvart og ég er viss um að hann mundi aldrei staðfesta það.