Ráðning forstjóra í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Mánudaginn 11. október 1999, kl. 15:13:15 (300)

1999-10-11 15:13:15# 125. lþ. 6.1 fundur 43#B ráðning forstjóra í Flugstöð Leifs Eiríkssonar# (óundirbúin fsp.), GÁS
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 125. lþ.

[15:13]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Ég velti því fyrir mér hvort nokkur ástæða sé til þess að eiga þessi orðaskipti hér yfirleitt. Ég er að spyrja um ákveðin efnisleg atriði en fæ endurtekið efni um að einhver stjórn hafi lagt þetta til, punkur og basta. Ég spyr hvers vegna þessi stjórn hafi lagt þetta til og hvers vegna hæstv. ráðherra hafi farið að þeirri tillögu. Hvaða rök stóðu til þess? Vantaði hæfa umsækjendur? Var vandræðalegt að skipa í starfið vegna þess að menn höfðu ekki réttan flokkslit? Hvað var það sem gerði það að verkum að sá einstaklingur sem þarna hefur verið var settur aftur í starfið? Ég er engu nær um það og ekki nokkur hér inni, eftir svör hæstv. ráðherra, hvaða efnislegu rök liggja þarna að baki. Ég velti því fyrir mér, hæstv. forseti, til hvers þessi fyrirspurnatími er ef þetta á að ganga svona fram.